Tekst Gylfa og félögum að snúa blaðinu við?

Gylfi Þór í baráttunni gegn Tottenham um síðustu helgi.
Gylfi Þór í baráttunni gegn Tottenham um síðustu helgi. AFP

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, vonast til þess að sínir menn girði sig í brók eftir skellinn gegn Tottenham um síðustu helgi og mæti öflugir til leiks í leiknum gegn Atalanta í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar en liðin eigast við á Ítalíu í dag.

„Eftir vonbrigðin á móti Tottenham um síðustu helgi þurfum við svara fyrir okkur. Það var enginn ánægður með frammistöðuna í þeim leik. Vonandi tekst okkur að snúa blaðinu við og spila góðan leik á móti Atalanta,“ sagði Koeman við fréttamenn í gær.

Gylfi Þór Sigurðsson er í leikmannahópi Everton og reiknað er með því að hann verði í byrjunarliðinu. Everton hefur tapað tveimur leikjum í röð, 2:0 fyrir Chelsea og 3:0 gegn Tottenham og á sunnudaginn sækir liðið Manchester United heim á Old Trafford.

Líklegt byrjunarlið Everton: Pickford; Holgate, Keane, Jagielka, Baines; Schneiderlin, Davies, Klaassen; Gylfi Þór, Sandro, Calvert-Lewin.

Leikur Atalanta og Everton hefst klukkan 17.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert