Vilja banna söng um karlmennsku Lukaku

Romelu Lukaku er vinsæll.
Romelu Lukaku er vinsæll. AFP

Samtök sem berjast gegn rasisma í fótbolta hafa farið þess á leit við stuðningsmenn Manchester United að þeir hætti að syngja ákveðinn söng um Romelu Lukaku, framherja liðsins.

Í söngnum er sérstaklega vísað í getnaðarlim belgíska framherjans og segja forsvarsmenn „Kick it out“ að það sé greinileg rasísk tilvísun um þá sem eru svartir á hörund.

„Rasismi ætti aldrei að vera samþykktur, sama þótt hugsunin sé að upphefja leikmanninn,“ segir í tilkynningu frá samtökunum og stuðningsmannafélag United hefur biðlað til stuðningsmanna að láta af söngnum.

Lukaku kom til United í sumar frá Everton og hefur farið afar vel af stað í markaskorun fyrir sitt nýja félag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert