52 sendingar - 11 leikmenn - mark (myndskeið)

Leroy Sane fagnar marki sínum ásamt Bernardo Silva.
Leroy Sane fagnar marki sínum ásamt Bernardo Silva. AFP

Uppspilið í fyrra marki Manchester City í leiknum gegn WBA í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöld var af glæsilegri gerðinni.

Áður en Leroy Sane skoraði markið á 3. mínútu leiksins náðu liðsmenn City 52 sendingum á milli sín þar sem allir 11 leikmenn liðsins komu við sögu. Enginn leikmaður WBA komst í boltann áður en markið leit dagsins ljós nema að markvörðurinn Ben Foster náði að verja skot frá Ilkay Gundogan áður en Sane skoraði markið.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá þessi snilldartilþrif hjá Manchester City.

mbl.is