Lukaku vill sjálfur banna sönginn fræga

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hjá Manchester United hefur tekið undir þær gagnrýnisraddir sem uppi eru um söng stuðningsmanna liðsins sem tengist karlmennsku hans.

Í söngn­um er sér­stak­lega vísað í getnaðarlim belg­íska fram­herj­ans og segja for­svars­menn „Kick it out“ að það sé greini­leg rasísk til­vís­un um þá sem eru svart­ir á hör­und.

„Ras­ismi ætti aldrei að vera samþykkt­ur, sama þótt hugs­un­in sé að upp­hefja leik­mann­inn,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um sem berjast gegn rasisma. Stuðnings­manna­fé­lag United hef­ur biðlað til stuðnings­manna að láta af söngn­um.

„Ég hef fengið frábæran stuðning síðan ég kom til Manchester United. Stuðningsmennirnir hafa meint vel með þessum söngvum en nú skulum við halda áfram veginn,“ segir Lukaku um málið.

mbl.is