Enn rústar City mótherjanum - United vann einnig

Sergio Aguero fagnar ásamt liðsfélögum sínum í dag.
Sergio Aguero fagnar ásamt liðsfélögum sínum í dag. AFP

Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City virðast óstöðvandi um þessar mundir en liðið vann þriðja stórsigurinn í ensku úrvalsdeildinni í röð í dag. Nú var það meinlaust lið Crystal Palace sem lá í valnum gegn þeim ljósbláu þar sem lokatölur urðu 5:0. Erkifjendur þeirra í Manchester United unnu einnig sigur, 1:0 á Southampton, sem var öllu meiri fyrirstaða en Crystal Palace var fyrir City, og er United-liðið með jafn mörg stig og grannar sínir en lakari markatölu.

Hörmulegt gengi Palace heldur áfram

Roy Hodgson veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Roy Hodgson veit ekki sitt rjúkandi ráð. AFP

Crystal Palace, sem er undir stjórn hins sjötuga Roy Hodgson hefur ekki enn skorað mark eftir sex leiki í deildinni og er án stiga á botninum með markatöluna 0:12. Það eina sem liðið er búið að gera á leiktíðinni er í raun að reka stjórann Frank de Boer úr starfi og ráða Hogdson.

Raheem Sterling skoraði tvívegis og þeir Leroy Sané , Sergio Aguero og Dabin Delph skoruðu allir eitt mark í öruggum sigri liðsins sem hefur unnið síðustu þrjá leik í deildinni samtals 16:0 og er liðið í toppsætinu með 16 stig eftir sex leiki og markatöluna 21:2. Liðið hvíldi að auki Gabriel Jesus, einn öflugasta sóknarmann deildarinnar, en náði samt sem áður að skora fimm mörk þriðja deildarleikinn í röð.

Manchester United vann nauman 1:0 sigur á Southampton á útivelli þar sem Romelu Lukaku skoraði sigurmarkið á 20. mínútu er hann fylgdi á eftir eigin skalla. United hefur 16 stig og markatöluna 17:2 og er því í 2. sæti á eftir City.

Romelu Lukaku kom United yfir gegn Southampton í dag.
Romelu Lukaku kom United yfir gegn Southampton í dag. AFP

Morata með þrennu

Alvaro Morata fagnar þrennunni í dag.
Alvaro Morata fagnar þrennunni í dag. AFP

Alvaro Morata þakkaði stjóra sínum Antonio Conte fyrir hlý orð í sinn garð á blaðamannafundi í vikunni og skoraði þrennu fyrir Chelsea sem Stoke City örugglega á útivelli, 4:0.  Pedro Rodriguez skoraði eitt mark fyrir Chelsea sem hefur 13 stig í 3. sæti. Stoke hefur 5 stig í 15. sæti.

Langþráður sigur Everton

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton unnu afar sætan og langþráðan sigur á Bournemouth. Everton var 1:0 undir eftir 77. mínútna leik en tvær skiptingar Hollendingsins Ronald Koeman gerðu gæfumuninn. Baye Oumar Niasse kom inn sem varamaður fyrir Wayne Rooney á 55. mínútu og skoraði bæði mörkin. Tom Davies, annar varamaður, átti þátt í báðum mörkum. Fyrir leikinn hafði Everton ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inná sem varamaður á 77. mínútu í markalausu jafntefli Burnley og Huddersfield. Þá vann Watford dramatískan sigur á Swansea í Wales, 2:1, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Southampton 0:1 Man. Utd opna loka
90. mín. Lokastaða í öðrum leikjum: 0:0 Burnley - Huddersfield 2:1 Everton - Bournemouth (Niasse 77., 82.;King 49.) 5:0 Man. City - C. Palace (Sane 44., Sterling 51. 59., Aguero 79., Delph 89.) 0:4 Stoke - Chelsea (Morata 2. 78., 82, Pedro 30.) 1:2 Swansea - Watford (Abraham 56.; Gray 13., Richarlison 90. )
mbl.is