Klopp spjallaði við Sturridge

Daniel Sturridge verður væntanlega í eldlínunni með Liverpool í dag …
Daniel Sturridge verður væntanlega í eldlínunni með Liverpool í dag gegn Leicester. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að það hafi aldrei komið til greina hjá sér að selja enska framherjann Daniel Sturridge til annars liðs. Hann hafi alltaf verið í áætlunum Þjóðverjans.

„Daniel er mikilvægur. Það gæti ekki verið að hann sé það. Hann er mikilvægur!“ sagði Klopp sem sagðist hafa rætt við Sturridge eftir síðustu leiktíð varðandi næstu skref hans á ferlinum.

„Já, við áttum þetta spjall. Þetta var ekki spjall þar sem hann sagði: Hvenær get ég farið og hvert? Ekki svoleiðis spjall heldur hvað við ætluðum að gera á þessari leiktíð,“ sagði Klopp en Sturridge byrjaði aðeins 8 leiki á síðustu leiktíð.

Klopp ásamt sérfræðingum félagsins útbjuggu áætlun um það hvernig halda ætti Sturridge heilum sem lengst á tímabilinu eftir þrjú meiðslatímabil. Sturridge skoraði 24 mörk tímabilið 2013/14 en hefur aðeins byrjað í 25 leikjum í úrvalsdeildinni síðan þá.

„Við ákváðum að taka hann ekki til Leicester, sem var ábyrgt af okkur að gera,“ sagði Klopp en Liverpool mætti Leicester í deildabikarnum í vikunni og mætir liðinu aftur í dag. Þá verður Sturridge væntanlega í eldlínunni.

„Við ákváðum að best væri fyrir hann að vera áfram (í Liverpool) og æfa tvisvar vegna þess að þá verður verður hann betur undirbúinn líkamlega,“ sagði Klopp. „Nú er hann er í sínu besta standi.“

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert