Barcelona að undirbúa nýtt tilboð

Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho. AFP

Liverpool hafnaði þremur tilboðum frá Barcelona í Brasilíumanninn Phillipe Coutinho í sumar en Börsungar hafa ekki gefist upp í baráttunni um að krækja í Brassann snjalla.

Fjölmiðlar á Englandi greina frá því í kvöld en Barcelona ætli að taka upp þráðinn í janúar og leggja fram tilboð sem mun hljóða upp á 120 milljónir punda sem jafngildir 16,6 milljörðum íslenskra króna.

Coutinho vildi fara til Barcelona í sumar en Liverpool varð ekki við ósk hans og það fór ekki vel í Brasilíumanninn. Hann spilaði ekki fyrstu leiki liðsins á tímabilinu en sneri síðan öflugur til baka. Forráðamenn Liverpool hafa ekki skipt um skoðun og ætla ekki að láta Coutinho fara en síðasta tilboðið frá Katalóníuliðinu sem var hafnað var upp á 114 milljónir punda.

mbl.is