Er Scholes á leið í stjórastólinn?

Paul Scholes.
Paul Scholes. AFP

Paul Scholes fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu gæti verið á leið í stjórastólinn.

Forráðamenn enska C-deildarliðsins Oldham hafa rætt við Scholes um þann möguleika á að hann taki við stjórastarfi hjá félaginu en liðið hefur verið án stjóra frá því John Sheridan hætti hjá því í síðasta mánuði.

Scholes sem var stuðningsmaður Oldham á sínum yngri árum hefur enga reynslu í þjálfun en þessi frábæri miðjumaður lagði skóna á hilluna fyrir nokkrum árum. Scholes lék 717 leiki með Manchester United og skoraði í þeim 155 mörk.

mbl.is