Líklegt að áhorfendametið falli

Harry Kane framherjinn frábæri í liði Tottenham.
Harry Kane framherjinn frábæri í liði Tottenham. AFP

Það stefnir allt í að áhorfendametið í ensku úrvalsdeildinni verði slegið á laugardaginn þegar Tottenham fær Bournemouth í heimsókn á Wembley leikvanginn í Lundúnum.

Áhorfendametið í deildinni er 76,098 en það var áhorfendafjöldinn á viðureign Manchester United og Blackburn Rovers á Old Trafford í mars 2007.

Að því er fram kemur í Daily Mail er búið að selja nærri því marga miða og áhorfendametið er en metið var ekki langt því að falla fyrr á leiktíðinni þegar Tottenham tók á móti Chelsea. 73,587 voru á þeim leik.

mbl.is