Liverpool lang best í stórleikjunum

Hér má sjá árangur liðanna í stóru leikjunum síðan Klopp ...
Hér má sjá árangur liðanna í stóru leikjunum síðan Klopp tók við. Ljósmynd/Sky Sports

Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool er ekkert lið eins sterkt á móti sex stærstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool hefur leikið 20 leiki gegn Chelsea, Tottenham, Man. Utd, Man. City og Arsenal síðan Klopp tók við og fengið úr þeim 36 stig. 

Chelsea kemur þar á eftir með 28 stig úr 21 leik, Tottenham með 27 stig úr 19 leikjum og Manchester United með 22 stig úr 17 leikjum. Arsenal hefur lakastan árangur í stórleikjum síðan Klopp tók við og aðeins unnið þrjá af 19 slíkum. 

Liverpool fær Manchester United í heimsókn í stórleik helgarinnar á laugardaginn kemur. 

mbl.is