Stutt í endurkomu Pogba

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Manchester United gerir sér vonir um endurheimta franska landsliðsmanninn úr meiðslum innan tveggja vikna en miðjumaðurinn sterki hefur verið frá keppni síðustu vikurnar eftir að hafa meiðst á læri í Evrópuleik gegn Basel fyrir mánuði síðan.

Pogba er góðum batavegi og ef allt gengur að óskum gæti hann spilað gegn Swansea eftir tólf daga þegar liðin eigast við í ensku deildabikarkeppninni.

Fyrri fréttir bentu til þess að Pogba yrði frá keppni í einhverja mánuði og færi jafnvel í aðgerð en nú ríkir bjartsýni á að Frakkinn verði kominn út á völlinn miklu fyrr en áætlað var.

mbl.is