Agüero gæti spilað

Sergio Agüero.
Sergio Agüero. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að það komi til greina að argentínski framherjinn Sergio Agüero leiki með liðinu gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Agüero varð fyrir áverkum á brjóstkassa í bílslysi í Amsterdam fyrir hálfum mánuði. „Hann var með á sinni fyrstu æfingu í gær og var nokkuð góður. Kannski gæti hann spilað á morgun,“ sagði Guardiola en tók fram að hann væri ekki orðinn 100 prósent heill.

Hann staðfesti jafnframt að fyrirliðinn Vincent Kompany væri áfram fjarverandi vegna meiðsla. „Hann er mikið betri en áður en lætur okkur vita þegar hann er klár,“ sagði Spánverjinn.

mbl.is