Sakar Lukaku um hrottaskap

Dejan Lovren liggur eftir í kjölfar viðureignar við Lukaku.
Dejan Lovren liggur eftir í kjölfar viðureignar við Lukaku. AFP

Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, hefur sakað Romelu Lukaku, framherja Manchester United, um að hafa viljandi sparkað í andlit sitt í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um liðna helgi.

Leikmennirnir áttust  við rétt fyrir lok fyrri hálfleiks sem endaði með því að Lovren lá og hélt um andlit sitt. Ekkert var aðhafst í málinu hvorki í leiknum sjálfum né eftir leik, en honum lauk með markalausu jafntefli.

„Ég held í fullri alvöru að hann hafi gert þetta viljandi. Hann stóð yfir mér og hefði getað labbað burt. Ef hann hefði gert þetta óviljandi hefði hann beðist afsökunar,“ sagði Lovren en vildi ekki gera meira úr málinu aðspurður hvort hann sé vonsvikinn að Lukaku þurfi ekki að svara til saka um málið.

„Við þurfum að halda áfram. Svona er fótboltinn,“ sagði Lovren.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert