Mourinho talar ekki við Conte

Jose Mourinho
Jose Mourinho AFP

„Ég tala ekki við hann og ég veit ekki af hverju hann talar við mig, en það er ekki mitt vandamál," sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United á fréttamannafundi í dag er hann var spurður út í samband sitt við Antonio Conte, stjóra Chelsea. 

Hann segist vera orðinn þreyttur á afsökunum ítalska stjórans. 

„Hann afsakar sig mikið vegna meiðsla leikmanna sinna. Sumir þjálfarar gera mikið af því en ég geri það ekki. Við erum búnir að lenda í miklum meiðslum frá því á síðustu leiktíð en ég nota það ekki sem afsökun."

„Ég kvarta kannski yfir álagi og að við spilum á laugardegi eftir leik á miðvikudegi þegar við eigum augljóslega frekar að spila á sunnudegi, en aldrei yfir meiðslum," sagði Portúgalinn. 

mbl.is