Þetta er áfall

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur áhyggjur af spilamennsku liðsins og furðaði sig á því sem Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, sagði í viðtölum eftir 2:1-tap liðsins gegn Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hann sagði að frammistaða United-liðsins hefði komið sér á óvart og að hann hefði ekki búist við þessu fyrir leik.

„Ég heyrði Ander Herrera segja í viðtali hér áðan að viðhorf leikmanna væri ekki nógu gott sem og sigurviljinn. Þegar leikmaður heldur að svo sé þá held ég að allir leikmenn ættu að vera á blaðamannafundinum og útskýra hvernig á þessu standi vegna þess að ég get ekki útskýrt það,” sagði José Mourinho.

„Ég hef áhyggjur af þessu. Að sjálfsögðu. Ef þetta gerðist í dag hví ætti þetta ekki að gerast á morgun,” sagði Mourinho.

„Ef við hefðum spilað æfingaleik með sama viðhorf þá væri ég samt ósáttur,” sagði Mourinho.

„Þetta er áfall og ég er mjög hissa. Ég þarf að greina þetta. Ég er með ákveðnar hugmyndir en þetta er ekki augnablikið til að fara út í það. Núna óskum við sigurvegurunum til hamingju. Þeir vildu þetta meira en við,” sagði José Mourinho.

mbl.is