Klopp „drap“ Lovren

Dejan Lovren var skipt af leikvelli í fyrri hálfleik í …
Dejan Lovren var skipt af leikvelli í fyrri hálfleik í dag. AFP

Jürgen Klopp „drap“ Dejan Lovren þegar hann tók hann út af í fyrri hálfleik þar sem Liverpool tapaði 4:1 fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Þessu heldur fyrrverandi landsliðsmarkvörður Dana og sparkspekingurinn Peter Schmeichel fram. Lovren gerði mistök í fyrstu tveimur mörkum Tottenham sem leiddu til þess að honum var skipt af velli á 31. mínútu.

„Það er mikilvægt að undirstrika að Klopp sagði ekkert við Lovren og hann „drap“ leikmanninn,“ sagði Schmeichel.

Klopp öskrar á sína menn á Wembley.
Klopp öskrar á sína menn á Wembley. AFP

„Miðverðirnir og markvörðurinn munu alltaf gera Klopp óleik. Þeir eru ekki nógu góðir,“ sagði sparkspekingurinn, og fyrrverandi varnarmaður Manchester United, Gary Neville.

„Það skiptir engu máli hversu góðir þeir eru fram á við, vörnin mun alltaf valda þeim vonbrigðum,“ bætti Neville við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert