Giggs lýsir yfir áhuga

Ryan Giggs.
Ryan Giggs. AFP

Ryan Giggs, ein af goðsögnum Manchester United, segist hafa áhuga að taka við starfi hjá Leicester City eða Everton en bæði eru félögin í leit að nýjum knattspyrnustjóra.

Giggs fékk aðeins að kynnast þjálfarastarfinu þegar hann var aðstoðarstjóri Manchester United  og tók svo við liðinu tímabundið eftir að Louis van Gaal var rekinn en hann lét af störfum eftir að José Mourinho var ráðinn knattspyrnustjóri Manchester-liðsins.

„Þegar þú lítur á þessi tvö lið, Leicester sem var meistari fyrir tveimur árum, og Everton, sem er frábært félag sem hefur mikla sögu, væru þau áhugaverður kostur fyrir mig. Það eru hins vegar margir þjálfarar sem hefðu áhuga á að taka við þessum liðum,“ segir Giggs, sem fyrr á þessu ári var orðaður við stjórastöðuna hjá Norwich.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert