Ráðinn tímabundið stjóri Everton

Gylfi Þór Sigurðsson og Tom Davies í leik með Everton ...
Gylfi Þór Sigurðsson og Tom Davies í leik með Everton gegn Tottenham á dögunum. AFP

David Unsworth, þjálfari U23 ára liðs Everton og fyrrverandi leikmaður liðsins, hefur verið ráðinn til að stýra aðalliði Everton tímabundið eða þar til nýr knattspyrnustjóri verður ráðinn í stað Hollendingsins Ronald Koeman sem var rekinn úr starfi í dag.

Unsworth, sem lék um árabil með Everton, mun stjórna Everton-liðinu gegn Chelsea á miðvikudagskvöldið þegar liðin eigast við í 16-liða úrslitum deildabikarsins á Stamford Bridge.

Sean Dyche, stjóri Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Everton og þá hafa menn eins og David Moyes og Carlo Ancelotti verið nefndir til sögunnar.

mbl.is