Átti að verja mark Englendinga í kvöld

Jack Butland.
Jack Butland. AFP

Jack Butland, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Stoke City, varð fyrir því óláni á æfingu enska landsliðsins í knattspyrnu í gær að fingurbrotna og hann verður því ekki með Englendingum í leikjunum gegn Þjóðverjum og Brasilíumönnum.

Reiknað hafði verið með því að Butland stæði á milli stanganna í leiknum gegn Þjóðverjum á Wembley í kvöld á kostnað Joes Harts en Butland hefur yfirgefið enska landsliðshópinn og er kominn til síns liðs í Stoke.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, mun ekki kalla inn nýjan markvörð í hópinn en fyrir í honum voru Joe Hart og Joe Hart og Jordan Pickford, sem er nýliði og liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar.

mbl.is