Jesus fær nýjan og betri samning

Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus. AFP

Manchester City, toppliðið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hyggst bjóða brasilíska framherjanum Gabriel Jesus nýjan og betri samning við félagið.

Jesus, sem er 19 ára gamall, kom til Manchester City í janúar á þessu ári og hefur heldur betur slegið í gegn með liðinu. Hann hefur á þessu tímabili skorað 7 mörk í þeim átta leikjum sem hann hefur komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni.

City er reiðbúið að hækka Brasilíumanninn unga verulega í launum riti hann nafn sitt undir nýjan samning. Jesus fær í dag 70 þúsund pund í vikulaun en mun fá 100 þúsund pund geri hann nýjan samning en sú upphæð jafngildir um 14 milljónum króna.

mbl.is