„Ég gæti valið HM-hópinn á morgun“

Gareth Southgate ræðir við Eric Dier á landsliðsæfingu.
Gareth Southgate ræðir við Eric Dier á landsliðsæfingu. AFP

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er farinn að huga að heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar og er tilbúinn til leiks ef marka má ummæli hans á fréttamannafundi í dag.

„Ég er með lista af leikmönnum og gæti valið HM-hópinn á morgun ef svo færi, en það getur margt breyst á næstu sex mánuðum og leikmenn minnt á sig. Ég er með opinn huga og fylgist grannt með leikmönnum hjá sínum félagsliðum. Ég er með í huga hverjir eru valkostir númer tvö, þrjú og fjögur en sá listi er sífellt að uppfærast,“ sagði Southgate.

Hann staðfesti jafnframt að Eric Dier, leikmaður Tottenham, muni halda fyrirliðabandinu í vináttuleik gegn Brasilíu á morgun en hann var einnig fyrirliði í markalausa jafnteflinu við Þjóðverja á föstudagskvöld.

mbl.is