Fyrirliði Swansea verður aðstoðarþjálfari

Leon Britton í baráttu við Shinji Okazaki hjá Leicester.
Leon Britton í baráttu við Shinji Okazaki hjá Leicester. AFP

Velska knattspyrnufélagið Swansea þarf að finna sér nýjan fyrirliða eftir að Leon Britton, sem hefur borið bandið á leiktíðinni, tekur við sem spilandi aðstoðarþjálfari.

Britton tekur við starfinu af Claude Makelele sem hætti störfum á dögunum, en hinn 35 ára gamli Britton er einn reynslumesti leikmaður Swansea og hefur spilað rúmlega 500 leiki fyrir liðið.

Í tilkynningu frá Swansea segir að það eigi eftir að skipa nýjan fyrirliða, en Britton heldur sínu striki sem leikmaður þrátt fyrir að vera orðinn hluti af þjálfarateymi knattspyrnustjórans Pauls Clement.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert