Jón Dagur skoraði mark mánaðarins (myndskeið)

Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.

Knatt­spyrnumaður­inn Jón Dag­ur Þor­steins­son hef­ur verið að gera góða hluti með U23 ára liði Ful­ham að und­an­förnu og mark sem hann skoraði í síðasta mánuði hefur verið valið besta mark októbermánaðar hjá félaginu.

Jón Dagur átti sjálfur þrjú af þeim átta mörkum sem tilnefnd voru, en öll skoraði hann þau í leik gegn Wolves.

Hér að neðan má sjá myndskeið af markinu sem valið var.

mbl.is