Bætir United metið?

Liðsmenn Manchester United fagna marki.
Liðsmenn Manchester United fagna marki. AFP

Manchester United getur bætt félagsmet þegar það tekur á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í síðdegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun.

Tapi Manchester United leiknum ekki á Old Trafford á morgun verður það 38. leikur liðsins í röð án taps á heimavelli í öllum keppnum. Metið er 37 leikir án taps undir stjórn goðsagnarinnar Sir Alex Ferguson.

Manchester United tapaði síðast á Old Trafford í september 2016 og þess má geta að United hefur ekki fengið á sig mark á heimavelli í deildinni á þessu tímabili.

mbl.is