17. sigurleikur City í röð

Leikmenn City fagna sigurmarki Sterlings í kvöld.
Leikmenn City fagna sigurmarki Sterlings í kvöld. AFP

Manchester City vann sinn 17. sigur í röð í öllum keppnum þegar liðið vann 1:0-heimasigur gegn Feyenoord í Meistaradeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Raheem Sterling tryggði City sigurinn með marki á lokamínútum leiksins og var þetta 11. mark enska landsliðsmannsins á leiktíðinni.

„Það er alltaf gott að skora en það var mikilvægara að vinna leikinn. Við vorum hægir á boltanum en lið Feyenoord varðist vel og gerði okkur lífið leitt,“ sagði Sterling eftir leikinn.

mbl.is