Markamet hjá ensku liði

Sadio Mané, Philippe Coutinho og Roberto Firminho voru allir á …
Sadio Mané, Philippe Coutinho og Roberto Firminho voru allir á skotskónum í kvöld. AFP

Liverpool setti nýtt markamet hjá ensku liði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið rótburstaði Spartak Moskva, 7:0, á Anfield.

Liverpool skoraði samtals 23 mörk í sex leikjum í riðlakeppninni og sló enska metið sem Manchester United hafði átt frá tímabilinu 1998-1999 en þá skoraði United 20 mörk.

Ekki náði Liverpool þó meti Meistaradeildarinnar þó litlu hefði munað. París SG setti það með því að skora 25 mörk í sex leikjum B-riðilsins.

Fimm ensk lið eru komin í sextán liða úrslit keppninnar og það er í fyrsta sinn í sögunni sem einhver þjóð á fimm lið á því stigi Meistaradeildarinnar. Fjögur þeirra eru í efri styrkleikaflokknum en Chelsea er í þeim neðri.

Þá er þetta í fyrsta sinn frá 2006-2007 sem fjögur ensk lið vinna hvern sinn riðilinn í Meistaradeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert