„Þetta leit ekki vel út“

Paul Pogba er hér rekinn af velli fyrir brotið á ...
Paul Pogba er hér rekinn af velli fyrir brotið á Bellerin. AFP

Paul Pogba miðjumaðurinn öflugi hjá Manchester United vill ekki dvelja lengur við rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum gegn Arsenal sem þýðir að hann missir af stórleik Manchester United gegn grönnunum í Manchester City á sunnudaginn.

Pogba er kominn í þriggja leikja bann en auk leiksins á móti City missir hann af leikjunum gegn Bournemouth og WBA.

„United á móti City hafa alltaf verið stórir, stórir grannslagur. Ein borg, tvö félög. Það verður magnað andrúmsloft á Old Trafford í stórleik með tvö stórum félögum og öflugum leikmönnum. Því miður spila ég ekki en ég verð til staðar til að hjálpa liðinu andlega.Til þess að vinna svona leiki þá þarftu að gefa allt í leikinn. Þú þarft að drepa leikinn þegar þú færð tækifæri til þess vegna þess að þetta er City sem hefur mikla hæfileika innanborðs og getur drepið leikinn hvenær sem er,“ segir Pogba á vef Manchester United.

„Manchester City er í toppsætinu af góðum ástæðum. Það hefur byrjað tímabilið frábærlega. Það heldur áfram að vinna leiki, það tapar ekki leikjum ekki og vitaskuld er liðið andlega sterkt. Við þurfum að vera jafngóðir og þeir andlega. Við viljum vinna og við verðum að gera það.“

„Ég veit að brotið á Bellerin í leiknum á móti Arsenal leit ekki vel út en það var ekki ætlun mín að gera þetta. Ég þekki Bellerin vel og ég veit og hann líka að ég myndi aldrei tækla hann með þessum hætti. Því miður fyrir mig þá hélt ég að hann myndi setja fæturna að sér og hann var í stöðu sem var ókostur fyrir mig svo ég gerði þetta. Ég er gríðarlega svekktur að missa af leiknum því ég hefði svo sannarlega viljað hjálpa liði mínu.“

mbl.is