Jóhann og félagar í Meistaradeildarsæti

Jóhann Berg Guðmundssonog Erik Pieters eigast við í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundssonog Erik Pieters eigast við í kvöld. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley eru komnir í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1:0-sigur á Stoke á heimavelli sínum í kvöld. Ashley Barnes skoraði sigurmarkið undir lokin. 

Jóhann spilaði allan leikinn á kantinum og stóð sig nokkuð vel. Burnley hefur komið virkilega mikið á óvart á leiktíðinni og unnið níu af 17 leikjum sínum til þessa og hefur Jóhann verið mikilvægur hlekkur í liðinu. 

Burnley fór upp fyrir Tottenham, Arsenal og Liverpool með sigrinum og upp í fjórða sæti sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 

mbl.is