Moyes vill fá Wilshere

Jack Wilshere.
Jack Wilshere. AFP

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham, staðfesti í gær að hann hefði áhuga á að fá miðjumanninn Jack Wilshere frá Arsenal í sínar raðir í janúarmánuði.

Samningur Wilshere við Arsenal rennur út í vor og hann hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann verður væntanlega á bekknum þegar West Ham og Arsenal mætast í úrvalsdeildinni í kvöld.

„Ég hef mikinn áhuga á að fá Wilshere ef hann verður á lausu,“ sagði Moyes en lið hans er í fallsæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld. „Leikmannakaup í janúar geta gert gæfumuninn fyrir okkur,“ sagði hann ennfremur og upplýsti að litlu hefði munað að hann fengi Aaron Ramsey, miðjumann Arsenal, í raðir sínar hjá Everton á árum áður.

mbl.is