Crystal Palace skellti Leicester

Benteke fagnar í dag.
Benteke fagnar í dag. AFP

Crystal Palace sigraði Leicester, 3:0 á útivelli, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Palace komst með sigrinum upp úr fallsæti, í 14. sæti og er liðið með 17 stig. Leicester er áfram í 8. sæti með 26 stig.

Sóknarmaðurinn Christian Benteke skoraði fyrra mark Palace með góðum skalla á 19. mínútu eftir sendingu Andros Townsend. Wilfried Zaha bætti öðru marki við með góðu skoti þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Wilfred Ndidi, miðjumaður Leicester, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 61. mínútu. Hann reyndi að fiska vítaspyrnu en uppskar einungis sitt annað gula spjald og heimamenn luku því leik einum færri. Varamaðurinn Bakary Sakho gulltryggði sigur Palace með þriðja markinu á lokamínútu leiksins.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu:

Leicester 0:3 Cr. Palace opna loka
90. mín. Leik lokið Öruggur en sjaldgjæfur sigur Palace á útivelli staðreynd!
mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla