Sá langdýrasti lagði KR og Stjörnuna

Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. AFP

Hinn 26 ára gamli Hollendingur Virgil van Dijk er ekki bara orðinn langdýrasti varnarmaður knattspyrnusögunnar, heldur einn aldýrasti leikmaður allra tíma.

Liverpool hefur fest kaup á van Dijk frá Southampton fyrir 75 milljónir punda, jafnvirði um 10,6 milljarða króna. Kappinn hefur hækkað óhugnanlega hratt í verði frá því að hann spriklaði á heimavöllum KR og Stjörnunnar 2014 og 2015.

Aðeins sex leikmenn hafa verið seldir fyrir hærri fjárhæð en van Dijk. Hann er jafndýr og Romelu Lukaku þegar Manchester United keypti hann frá Everton í sumar, og Luis Suárez þegar Barcelona keypti hann frá Liverpool árið 2014.

Samkvæmt lista Daily Mail yfir dýrustu varnarmenn knattspyrnusögunnar er Kyle Walker nú orðinn næstdýrastur, en Manchester City mun hafa keypt bakvörðinn frá Tottenham fyrir 54 milljónir punda. Hér til hliðar má sjá lista yfir aðra dýrustu varnarmenn sögunnar, en á topp 10 listanum eru nú sjö sem keyptir voru 2016 og 2017.

Sjá nánar um dýrasta varnarmann heims í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert