Eðlilegt að við áttum ekki skot á markið

Sam Allardyce fylgist með sínum mönnum í dag.
Sam Allardyce fylgist með sínum mönnum í dag. AFP

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton var svekktur eftir 2:0-tap gegn Manchester United á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Everton náði ekki einu skoti á markið í leiknum og kom það Allardyce lítið á óvart. 

„Við áttum ekkert skot á markið, það er eðlilegt hjá okkur. Við vitum hvert vandamálið er hjá okkur og félagið vissi það áður en ég tók við. Við erum að reyna að laga það vandamál með að fá framherja sem getur ógnað og skorað mörk. Þangað til getum við ekki unnið leiki nema við höldum hreinu."

„Við vörðumst vel þangað til í síðari hálfleik þegar við hættum að fara í mennina okkar. Við bökkuðum, bökkuðum og bökkuðum í fyrra markinu þeirra. Allir geta fengið frítt skot og skorað ef við verjumst þannig."

Allardyce vildi fá meiri hörku frá sínum mönnum og hrósaði hann James McCarthy sem kom inn á sem varamaður. 

„Seinna markið kom eftir okkar eigin innkast. Við gáfum þeim tvö mörk og það má ekki á móti Manchester United. James McCarthy kom inn á og sýndi hinum hvernig á að gera þetta. Hann tæklaði, sem er eitthvað sem við megum gera meira af."

Hann vonast til að Cenk Tosun, tyrkneskan landsliðsframherja til félagsins á næstu dögum. 

Við höfum gert allt sem við getum til að fá Cenk Tosun. Hvort það sé nóg til að hann komi til okkar verður að koma í ljós," sagði Allardyce. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert