„Draumur að mæta þessum stórstjörnum“

Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. Ljósmynd/Bristol City

„Það er náttúrlega stórkostlegt að fá að mæta besta liðinu á Englandi þessa stundina,“ sagði Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gærkvöld.

Hörður og félagar í Bristol City hafa skapað sér aðdáunarvert ævintýri í enska deildabikarnum í vetur og slegið út fjögur úrvalsdeildarlið, síðast Manchester United. Í kvöld sækja þeir Manchester City heim í fyrri undanúrslitaleik liðanna. City hefur ekki tapað leik á Englandi í vetur.

„Það verður gaman að sjá hvernig við stöndum gagnvart þeim, og sérstaklega ef við náum að stríða þeim eitthvað, en auðvitað verður þetta mjög erfiður leikur. Það er draumur að mæta þessum stórstjörnum. Þeir eru með stjörnu í hverri einustu stöðu og allir þessir leikmenn geta spilað góðan fótbolta og haldið boltanum vel. En við höfum strítt Manchester United, Stoke, Crystal Palace og Watford svo að vonandi finnum við líka einhverjar glufur gegn City og náum að nýta þær,“ sagði Hörður, sem er vongóður um að spila í kvöld enda búinn að vera í byrjunarliðinu í fyrri leikjum í keppninni.

Sjá allt viðtalið við Hörð Björgvin í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert