Umboðsmaður Birkis á Ítalíu

Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. Ljósmynd/twitter

Jim Solbakken, umboðsmaður landsliðsmannsins Birkis Bjarnasonar, er sagður vera kominn til Ítalíu þar sem hann vinnur að félagaskiptum Birkis frá enska B-deildarliðinu Aston Villa.

Ítalski vefurinn TuttoMercatoWeb greinir frá þessu en Birkir hefur fengið fá tækifæri með Aston Villa og hefur hugsað sér til hreyfings. Hann sagði í viðtali við mbl.is í vikunni að ef staða hans breyttist ekki þá yrði hann að leita á önnur mið.

Birkir hefur verið orðaður við ítalska A-deildarliðið SPAL en hann hefur spilað með ítölsku liðunum Pescara og Sampdoria.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert