United í slaginn um að fá Evans

Jonny Evans.
Jonny Evans. AFP

Breskir fjölmiðlar segja að Manchester United hafi blandað sér í baráttuna við Manchester City og Arsenal um að fá miðvörðinn Jonny Evans til liðs við sig.

Evans yfirgaf Manchester United árið 2015 sem seldi hann til WBA fyrir sex milljónir punda en írski landsliðsmaðurinn er sagður vilja fara frá WBA sem situr í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Evans hefur hækkað mikið í verði því ákveði WBA að selja hann verður það ekki fyrir lægri upphæð en 25 milljónir punda. Evans, sem er 30 ára gamall, lék 198 leiki með Manchester United. Hann varð í þrígang Englandsmeistari með liðinu, vann enska deildabikarinn tvisvar og vann sigur á heimsmeistaramóti félagsliða með United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert