Watford rifjar upp tilþrif Heiðars (myndskeið)

Heiðar helguson í búningi Watford.
Heiðar helguson í búningi Watford. Ljósmynd/www.watfordfc.com

Enska úrvalsdeildarfélagið Watford birtir í dag skemmtilegt myndskeið með tilþrifum Heiðars Helgusonar á knattspyrnuvellinum í búningi liðsins. Tilefnið er að í dag eru 18 ár síðan Heiðar gekk í raðir Watford.

Heiðar hafði verið í tvö ár hjá Lilleström í Noregi þegar Watford keypti hann á 1,5 milljónir punda árið 1999 og var hann þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann var hjá Watford til ársins 2005 en á síðasta tímabili hans var hann kjörinn leikmaður ársins og átti mark ársins.

Heiðar skoraði alls 65 mörk í 197 leikjum með Watford á þessum árum, en sneri svo aftur á láni frá QPR tímabilið 2009-2010 og bætti við 11 mörkum í 29 leikjum. Hann er því skiljanlega í miklu uppáhaldi hjá Watford eins og myndskeiðið hér að neðan sýnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert