Tekst Liverpool að hefna 5:0-tapsins?

Sergio Agüero í báttu við Jordan Henderson og Roberto Firmino.
Sergio Agüero í báttu við Jordan Henderson og Roberto Firmino. AFP

Stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni um helgina verður viðureign Liverpool og Manchester City sem eigast við á Anfield klukkan 16 á sunnudaginn.

Liverpool stefnir að því að verða fyrsta liðið til að vinna Manchester City í deildinni á tímabilinu en City hefur unnið 20 leiki og gert tvö jafntefli og er með 15 stiga forskot á granna sína í Manchester United.

Liverpool er í 4. sæti deildarinnar, 18 stigum á eftir Manchester City. Liverpool hefur ekki tapað síðustu 12 leikjum sínum á móti Manchester City á heimavelli og hefur unnið fjórar síðustu rimmur liðanna á Anfield.

Manchester City tók Liverpool í kennslustund þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni. City vann stórsigur, 5:0, en 80 ár eru liðin frá því Manchester City vann báða leiki liðanna á einu tímabili í deildinni.

Reiknað er með því að Mohamed Salah snúi aftur inn í lið Liverpool en hann hefur misst af tveimur síðustu leikjum sinna manna vegna nárameiðsla. Gabriel Jesus er á meiðslalistanum hjá Manchester City sem að öðru leyti getur teflt fram sínu sterkasta liði.

Líkleg byrjunarlið:

Liverpool: Mignolet; Gomez, Van Dijk, Lovren, Robertson; Oxlade-Chamberlain, Can, Milner; Salah, Firmino, Mané.

Manchester City: Ederson; Walker, Otamendi, Stones, Danilo; Ke Bruyne, Fernandinho, Silva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert