Flókið að fara á Anfield

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er spenntur fyrir því að mæta með sína ljósbláu hersveit á Anfield á morgun þar sem liðið mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki einfalt að mati Guardiola.

„Það er flókið að fara á Anfield – en við náum vonandi að sýna hverjir við erum. Það er það eina sem ég mun berjast fyrir að mínir leikmenn geri í leiknum á morgun,“ sagði Guardiola en hans menn hafa 15 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Spurður um Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sparaði Spánverjinn ekki hrósið og dáist að nálgun Þjóðverjans á leikinn.

„Við náum vel saman. Ég hitti hann í Þýskalandi og ber mikla virðingu fyrir honum. Ég kunni að meta hans nálgun á leikinn jafnvel áður en hann var hjá Dortmund,“ sagði Guardiola.

„Það er alltaf erfitt að mæta Liverpool á útivelli. Það er alltaf mikil áskorun að sjá hvort við höfum bætt okkur og getum spilað eins og við viljum á stóru leikvöngunum,“ sagði Guardiola enn fremur.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla