Gylfi Þór byrjar á vinstri kantinum

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem mætir Tottenham ...
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem mætir Tottenham Hotspur í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson hefur leik fyrir Everton þegar liðið mætir hinum gömlu félögum hans hjá Tottenham Hotspur í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Wembley klukkan 16.30 í dag.

Gylfi Þór hefur alla jafna verið í byrjunarliði Everton í deildarleikjum liðsins á yfirstandandi leiktíð; hann hefur 18 sinnum verið í byrjunarliði liðsins og tvisvar komið inn á sem varamaður.

Leik Tottenham Hotspur og Everton verður lýst í beinni textalýsingu á mbl.is.

https://www.mbl.is/sport/enski/2018/01/13/tottenham_everton_kl_17_30_bein_lysing/

mbl.is