Liverpool í viðræðum við RB Leipzig

Naby Keita.
Naby Keita. AFP

Forráðamenn knattspyrnuliða RB Leipzig og Liverpool hafa undanfarna daga átt í viðræðum um möguleikann á að félagaskipti miðjumannsins Naby Keita gangi í gegn í janúarglugganum sem nú er opinn fremur en í sumar eins og um hafði verið samið. Ekkert samkomulag er hins vegar í höfn samkvæmt heimildum Sky Sports.

Fréttir frá Þýskalandi hafa gefið það til kynna að Keita muni spila sinn síðasta leik í dag er liðið mætir Schalke. Hann myndi svo verða leikmaður Liverpool á sunnudag.

Liverpool keypti Keita í ágúst á 66,4 milljónir punda en samdi um það við þýska liðið að hann spilaði með Leipzig eitt tímabil til viðbótar en liðið hafði þá tryggt sér þátttöku í Meistaradeildinni í fyrsta skipti.

Liðið er úr leik í þeirri keppni en yfirmaður íþróttamála, Ralf Rangnick, og knattspyrnustjórinn Ralp Hasenhuttl hafa báðir nýlega gert lítið úr þeim orðrómi að Keita gangi í raðir Liverpool.

„Staðan er þannig að ekkert hefur breyst. Við höfum enga ástæða til að selja Keita áður en tímabilinu líkur,“ sagði Hasenhuttl m.a. á fimmtudag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert