O'Neill sagði nei við Stoke

Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra.
Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Íra. AFP

Martin O'Neill landsliðsþjálfari Íra hafnaði í kvöld tilboði frá Stoke City um að taka við sem knattspyrnustjóri hjá félaginu.

Stoke rak Mark Hughes frá störfum á dögunum og hefur leitað eftirmanns en án árangurs. Spánverjinn Quique Sanchez Flores þjálfari spænska liðsins Espanyol og fyrrum stjóri Watford hafði áður hafnað því að fara í viðræður við Stoke sem er í 20. sæti og þar með fallsæti en liðið sækir Manchester United heim annað kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert