Sánchez ekki í leikmannahópi Arsenal

Alexis Sánchez sóknarmaður Arsenal.
Alexis Sánchez sóknarmaður Arsenal. AFP

Sílemaðurinn Alexis Sánchez verður ekki í leikmannahópi Arsenal í dag þegar liðið sækir heim Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Þessi tíðindi renna stoðum undir að Sánchez sé á förum frá Arsenal en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Sílemaðurinn hefur verið orðaður við Manchesterliðin, City og United, og þá greina nokkrir enskir fjölmiðlar frá því að Liverpool sé með Sánchez í sigtinu.

mbl.is