Van Dijk ekki með gegn City

Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk. AFP

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk spilar ekki fyrsta leik sinn með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið tekur á móti toppliði Manchester City.

Að því er fram kemur á vef enska blaðsins Liverpool Echo er Van Dijk tognaður og er ekki leikfær. Hann lék sinn fyrsta leik með Liverpool í bikarleiknum gegn Everton á Anfield á dögunum þar sem hann skoraði sigurmarkið með skalla undir lok leiksins.

Flautað verður til leiks á Anfield klukkan 16 í dag.

mbl.is