Auðvelt hjá United sem saxar á City

Leikmenn United fagna öðru marki sínu í kvöld en það …
Leikmenn United fagna öðru marki sínu í kvöld en það var Anthony Martial, annar frá hægri, sem það gerði eftir stoðsendingu frá Paul Pogba, lengst til vinstri. OLI SCARFF

Manchester United lagði Stoke örugglega að velli 3:0 í lokaleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

United var 2:0 yfir í hálfleik. Fyrirliðinn Antonio Valencia kom United á bragðið strax á 9. mínútu með laglegu marki. Hann lék á varnarmann Stoke og lagði boltann fyrir sig á vinstri og setti knöttinn frábærlega í fjærhornið með föstu skoti, 1:0.

Paul Pogba átti sendinguna á Valencia og lagði einnig upp markið á Anthony Martial á 38. mínútu. Martial þrumaði knettinum í netið fyrir utan teig og staðan orðin 2:0.

Belginn Romelu Lukaku skoraði þriðja mark United eftir sendingu frá Anthony Martial. Lukaku fékk boltann inn í teig og skýldi honum vel áður en hann laumaði honum í nærhornið, 3:0.

United saxar þar með á forskotið á Manchester City sem enn er 12 stigum á undan þrátt fyrir tap gegn Liverpool í gær.

Manchester City hefur 62 stig í toppsætinu, United 50 stig í 2. sæti en Liverpool og Chelsea 47 stig í 3. -4. sæti í þessari röð.

Nemanja Matic í baráttu við Xherdan Shaqiri í kvöld.
Nemanja Matic í baráttu við Xherdan Shaqiri í kvöld. OLI SCARFF
Man. Utd 3:0 Stoke opna loka
90. mín. Marcus Rashford (Man. Utd) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert