Cyrille Regis er látinn

Cyrille Regis.
Cyrille Regis. Ljósmynd/twitter

Cyrille Regis, fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu og lengst af leikmaður WBA, er látinn, 59 ára gamall.

Regis, sem lék fimm landsleiki fyrir England, lést úr hjartaslagi í gærkvöld. Hann hóf feril sinn með WBA og lék síðan með Coventry, Aston Villa, Wolves, Wycombe Wanderers og lauk ferlinum hjá Chester City.

Regis, sem var framherji, skoraði 112 mörk fyrir WBA í 297 leikjum áður en hann seldur til Coventry fyrir 250 þúsund pund árið 1984. Hann lagði skóna á hilluna í október 1996. Hann sneri aftur til WBA og fór út í þjálfun og gerðist síðan umboðsmaður knattspyrnumanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert