Lambert tekur við Stoke

Paul Lambert.
Paul Lambert. AFP

Leit Stoke City eftir nýjum knattspyrnustjóra hefur loks borið árangur en Paul Lambert var í morgun ráðinn nýr stjóri liðsins.

Lambert skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Stoke sem rak Mark Hughes frá störfum á dögunum. Liðinu hefur vegnað illa á leiktíðinni og er í fallsæti en Stoke er í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Lambert, sem er 48 ára gamall Skoti, var síðast við stjórnvölinn hjá Wolves sem hann stýrði á síðustu leiktíð. Þá var hann knattspyrnustjóri hjá Blackburn, Norwich, Aston Villa, Colchester, Wycombe og Livingston.

Stoke mætir Manchester United á Old Trafford í kvöld í lokaleik 23. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Lambert mun ekki stjórna Stoke-liðinu í þeim leik heldur mun hann fylgjast með leik sinna manna úr áhorfendastúkunni. Hann tekur formlega til starfa á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert