Mkhitaryan til Arsenal upp í kaupin á Sánchez?

Henrikh Mkhitaryan hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu.
Henrikh Mkhitaryan hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. AFP

Ein af ástæðum þess að Arsenal er reiðubúið að láta Sílemanninn Alexis Sánchez fara til Manchester United frekar en Manchester City er Armeninn Henrikh Mkhitaryan.

Sky Sports greinir frá því að Manchester United sé tilbúið að láta Mkhitaryan fara til Arsenal upp í kaupin á Sánchez. Arsene Wenger knattspyrnustjóri hefur mikið álit á armenska miðjumanninum og reyndi að kaupa hann áður en hann gekk í raðir Manchester United frá Borsussia Dortmund fyrir 30 milljónir punda.

Mkhitaryan hefur átt erfitt tímabil með liði United á leiktíðinni og hefur alls ekki náð sér á strik í þau skipti sem hann hefur fengið að spreyta sig. Hann verður í leikmannahópi Manchester United í kvöld sem tekur á móti Stoke City.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert