Ronaldo vill fara aftur til United

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo vill yfirgefa Spánar- og Evrópumeistara Real Madrid og ganga til liðs við Manchester United á nýjan leik. Þetta kemur fram í frétt í spænska blaðinu AS í dag.

Fram kemur í AS að Ronaldo hafi tilkynnt forráðamönnum Manchester United löngun sína til að koma aftur til félagsins og hann hafi tjáð nokkrum liðsfélögum sínum hjá Real Madrid ákvörðun sína en Ronaldo ku vera ósáttur við að Real Madrid hafi ekki boðið honum nýjan samning eins og lofað hafði verið.

Ronaldo lék með Manchester United í sex ár en var seldur til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009.

Portúgalinn hefur ekki náð sér á strik með Real Madrid á leiktíðinni og aðeins skorað fjögur mörk í deildinni en meistararnir hafa verið í miklu basli og eru í 4. sæti deildarinnar, 19 stigum á eftir erkifjendunum í Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert