Þarf að íhuga mína stöðu

Simon Mignolet.
Simon Mignolet. AFP

Simon Mignolet, markvörður Liverpool, segist þurfa að íhuga stöðu sína í kjölfar þess að hann var settur á bekkinn í leiknum gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

„Eftir leikinn við Burnley átti ég samtal við þjálfarann og ræddi við hann meðal annars um þessar breytingar sem hann hefur gert á markvarðarstöðunni á milli leikja. Ég tel að þær séu ekki góðar fyrir markverði,“ segir Mignolet en Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur átt erfitt með að gera það upp við sig hvort Mignolet eða Loris Karius eigi að vera markvörður númer eitt. Nú virðist Karius vera ofan á en hann stóð á milli stanganna í 4:3 sigrinum gegn City.

„Ég er er ekki ánægður að hafa verður settur út úr liðinu en þú verður að bera virðingu fyrir ákvörðun þjálfarans. Eftir allt sem hefur gerst á þessu tímabili þá veit ég hvar ég stend og ástandið hefur skýrst.

Ég hef verið í þessari stöðu áður og hef alltaf komið sterkari til baka. Ég þarf að hugsa um mína framtíð þar sem heimsmeistarakeppnin er fram undan. Þetta ástand má ekki vara of lengi en ég get ekki sagt meira um það heldur,“ segir Belginn, sem hefur spilað 19 af 23 leikjum Liverpool en Karius hefur spilað flesta leiki liðsins í bikarleikjunum og í Meistaradeildinni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert