United tapar ekki með Pogba innanborðs

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP

Paul Pogba miðjumaðurinn öflugi hjá Manchester United lagði upp tvö mörk í 3:0 sigri Manchester-liðsins gegn Stoke á Old Trafford í gærkvöld. Frakkinn var maður leiksins og hann hefur nú spilað 35 leiki í röð án taps með United í deildinni.

Manchester United hefur tapað þremur leikjum á tímabilinu gegn Manchester City, Hudderfield og Chelsea. Í þeim leikjum var Pogba fjarverandi svo mikilvægi hans í liðinu er óumdeilt.

Eftir stoðsendingarnar tvær í gær er hann orðinn jafn tveimur öðrum leikmönnum yfir flestar stoðsendingar í deildinni.

Pogba ásamt Manchester City leikmönnunum Leory Sané og Kevin de Bruyne hafa allir gefið 9 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Pogba hefur aðeins náð að spila 13 deildarleiki á tímabilinu en hann missti af mörgum leikjum vegna meiðsla og leikbanna.

De Bruyne hefur átt stoðsendingarnar 9 í 23 leikjum Manchester City og Sané hefur spilað 21 leik í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert